Los Angeles Lakers unnu Denver Nuggets með 12 stigum, 126-114, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturstrandarinnar í nótt.

Leikur næturinnar var aldrei spennandi, þar sem að Lakers leiddu alveg frá því snemma í öðrum leikhluta og þangað til hann endaði. Mestur fór munur þeirra í 27 stig í fjórða leikhlutanum, en þökk sé góðum endaspretti Nuggets manna töpuðu þeir aðeins með 12 stigum í lokin.

Anthony Davis var gjörsamlega óstöðvandi fyrir Lakers í leiknum með 37 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Nuggets var það Nikola Jokic sem dróg vagninn með 21 stigi og 6 fráköstum.

Annar leikur einvígis liðanna er komandi sunnudag.

Tölfræði leiks

Það helsta úr leik Lakers og Nuggets: