Tveir leikir fóru fram í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt.

Í fyrri leik kvöldsins fullkomnuðu meistaarar Toronto Raptors metin endurkomu sína í einvíginu gegn Boston Celtics 2-2 með 7 stiga sigri, 100-93. Kyle Lowry atkvæðamestur Raptors manna í leiknum með 22 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar á meðan að fyrir Celtics var það Jayson Tatum sem dróg vagninn með 24 stigum og 10 fráköstum.

Það helsta úr leik Raptors og Celtics:

Í seinni leiknum jöfnuðu svo Denver Nuggets einnig metin í einvígi sínu gegn LA Clippers 1-1 með góðum 9 stiga sigri, 110-101. Nikola Jokic atkvæðamestur fyrir Nuggets í leiknum með 26 stig og 18 fráköst á meðan að fyrir Clippers skilaði Paul George 22 stigum og 8 fráköstum.

Það helsta úr leik Nuggets og Clippers:

Úrslit næturinnar

Toronto Raptors 100 – 93 Boston Celtics

Einvígi jafnt 2-2

Denver Nuggets 110 – 101 LA Clippers

Einvígi jafnt 1-1