Í kvöld kl. 20:00 fer fram úrslitaleikur meistara meistaranna í Mathús Garðabæjar Höllinni á milli heimamanna í Stjörnunni og Grindavíkur.

Síðasta tímabili var að sjálfsögðu afslýst áður en úrslitakeppnin byrjaði og því var enginn Íslandsmeistari krýndur. Stjarnan varð hinsvegar bikarmeistari og mun liðið sem lék til úrslita gegn þeim, Grindavík, því leika við þá í úrslitum meistara meistaranna.

Þá er einn leikur í fyrstu deild kvenna, þar sem að Tindastóll mætir Vestra í annað skiptið á jafn mörgum dögum, en Stólarnir höfðu betur í gær.

Einnig eru tveir leikir í annarri deild karla, þar sem að Ármann mætir B liði Tindastóls og Leiknir heimsækir KV.

Leikir dagsins

Meistarar meistaranna

Stjarnan Grindavík – kl. 20:00

Fyrsta deild kvenna:

Tindastóll Vestri – kl. 12:00

Önnur deild karla:

Ármann Tindastóll B – kl. 15:00

KV Leiknir – kl. 20:00