Körfuknattleiksmaður ársins 2019 Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Valncenia fögnuðu í kvöld góðum 82-74 sigri á Manresa í spænsku ACB deildinni.

Martin lék 14 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 7 stigum, 3 stoðsendingum og 2 fráköstum.

Valencia er sem stendur í 6.-8. sæti deildarinnar ásamt Joventut og Burgos, en öll liðin eru með tvo sigra og eitt tap eftir fyrstu þrjár umferðirnar.