Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia lögðu Hauk Helga Pálsson og félaga hans í Morabanc Andorra fyrr í dag í spænsku ACB deildinni, 91-67.

Leikurinn í annarri umferð deildarinnar, en í þeirri fyrstu tapaði Valencia fyrir Baskonia og Andorra vann lið Murcia. Eru liðin því bæði, hvort um sig með einn tapleik og einn sigurleik eftir fyrstu umferðirnar.

Var Martin stigahæstur í liði Valencia í dag með 14 stig, en við það bætti hann 4 stoðsendingum og frákasti. Fyrir Andorra setti Haukur Helgi 6 stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu.