Þær Unnur Tara Jónsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir verða ekki með KR á komandi tímabili í Dominos deild kvenna. Staðfestir félagið þetta við Vísi fyrr í dag.
Samkvæmt heimildum Vísis munu þær vera hættar, en Böðvar Guðjónsson formaður félagsins sagði við Vísi í dag: „Þær eru báðar hættar í körfubolta. Þær stóðu sig vel fyrir félagið okkar og við stöndum í mikilli þakkarskuld við þær. Þær reyndust okkur frábærlega innan vallar sem utan,“
Báðar léku þær stórt hlutverk hjá liðinu á síðasta tímabili, en Unnur Tara vaar að spila aað meðaltali 21 mínútu í leik á meðan að Margrét Kara var í 22 mínútum.

Bætast þær þá í nokkuð stóran hóp leikmanna sem heldur ekki áfram með liðinu, en áður var ljóst að Sóllilja Bjarnadóttir, Danielle Rodriguez, Sanja Orozovic og Hildur Björg Kjartansdóttir hefðu allar róið á önnur mið.