Magnús Már Traustason hefur samið við Reynir Sandgerði um að leika með liðinu á komandi tímabili í 2. deild karla. Magnús kemur til liðsins frá Dominos deildar liði Keflavíkur, þar sem hann hefur leikið stórt hlutverk síðan hann kom þangað 18 ára gamall árið 2015.

Besta tímabil hans var árið 2017-18 þegar hann skilaði 8 stigum og 3 fráköstum á 24 mínútum að meðaltali í leik.