Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og unnu Gran Canaria nokkuð örugglega fyrr í kvöld, 88-71 í spænsku ACB deildinni.

Á 30 mínútum spiluðum skilaði Tryggvi flottum leik fyrir sína menn, 16 stigum og 6 fráköstum.

Var þetta fyrsti sigurleikur Zaragoza í deildinni í vetur, en þeir höfðu fram að honum tapað í fyrstu tveimur umferðunum.