Bikarmeistarar Skallagríms mæta deildarmeisturum Vals í kvöld kl. 19:15 í Borgarnesi. Venju samkvæmt er þetta fyrsti leikur efsta lags körfuknattleikstímabilsins, sem venjulega er skipulagður á milli bikar og Íslndsmeistara síðasta tímbils, en þar sem að ekkert lið vann þann stóra síðasta vor eru það þessi tvö lið sem mætast.

Samkvæmt tilmælum KKÍ verða áhorfendur ekki leyfðir á leik dagsins, en hann verður í beinni útsendingu Stöð 2 Sport, þar sem að útsending byrjar kl. 19:05. Þá verður einnig fjallað um hann hér á Körfunni.

Leikur dagsins

Meistarar meistaranna

Skallagrímur Valur kl. 19.15