Það er komið að því, Íslandsmót meistaraflokka rúllar af stað í kvöld þegar 1. deild kvenna hefst.

Tvö nánast ný lið mættast á þjóðarleikvangnum Laugardalshöll kl 18:45. Lið Ármanns tekur þar á móti Hamar/Þór Þ.

Ármann mætir aftur til leiks eftir tvö ár frá 1. deild kvenna. Liðið sem lék síðast tímabilið 2017-2018 án þess að ná í sigur teflir nú fram ungu og efnilegu liði.

Hamar tefldi fram liði í fyrra og endaði í neðsta sæti. Nú eru þær með sameiginlegt lið með nágrönnum sínum Þór Þ. Þjálfari liðsins er Hallgrímur Brynjólfsson sem tók við liðinu í sumar.

Leikurinn hefst kl 18:45 í Laugardalshöllinni og eru áhorfendur leyfðir. Áhorfendur eru beðnir um að fara eftir öllum sóttvarnarreglum og fylgja sínu sóttvarnarhólfi.

Mynd: Antonio Otto Rabasca – Facebook síða Ármanns