KR hefur tekið þá ákvörðun að fresta Alvogen minniboltamóti sínu sem fara átti fram í byrjun október. Gerir félagið það í ljósi aðstæðna. Ekki er tekið fram hvenær mótið mun fara fram, en samkvæmt fréttatilkynningu er mótinu frestað um óákveðinn tíma.