Eftir langa bið hefst nýtt keppnistímabil í kvöld með sjö leikjum í drengjaflokki.

Fyrsti leikur keppnistímabilsins verður í Keflavík þar sem Stjarnan b kemur í heimsókn í 2. deild drengjaflokks. Hægt er að sjá yfirlit yfir þá leiki sem leiknir verða í kvöld hér.

KKÍ gaf út á dögunum “Tilmæli og reglur um framkvæmd æfinga og keppni aðildarfélaga KKÍ vegna COVID-19” þar sem segir að félög þurfa að fá samþykkta svæðaskiptingu á sínum heimavelli áður en tekið er á móti áhorfendum. Örfá félög hafa gengið frá þessu og því líklegt að ekki verða áhorfendur leyfðir á öllum leikjum kvöldsins í drengjaflokki. Einu liðin sem hafa fengið samþykkt þegar þetta er skrifað eru Valur og Grindavík. Því er eini leikurinn sem er með áhorfendur í kvöld leikur Vals og Skallagríms í Origo höllinni.

Listinn verður þó uppfærður í dag og því líklegt að fleiri leikir opnist þegar líður á daginn.