KR hefur samið við Kamilé Berenyté, frá Litháen, um að spila með liðinu í vetur. Kamilé flutti til Íslands í sumar og hefur æft með KR að undanförnu. Kamilé er 23 ára gömul, 185 cm og spilar stöðu framherja.

Kamilé spilaði á síðasta tímabili með Siauliu Siauliai í heimalandi sínu, en liðið lék í efstu deild sem og í Douglas Baltic League, þar sem lið frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen etja kappi. Kamilé hefur einnig leikið með U18 og U20 ára landsliðum Litháen.

Kamilé Berenyté, nýr liðsmaður KR:
“Ég er hæstánægð með að fá þetta tækifæri að ganga til liðs við KR, það eru bjartir tímar framundan.”

Francisco Garcia, þjálfari mfl. kvenna:
“Kamilé er svokallaður ‘stretch’ fjarki, hún getur spilað inní teignum jafnt sem utan hans. Hún er fjölhæfur leikmaður.”