Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í gær og í nótt.

Í fyrri leik kvöldsins lagði Boston Celtics meistara Toronto Raptors í öðrum leik liðanna í annarri umferð úrslitakeppni Austurstrandarinnar, 102-99. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð spennandi, þar sem að liðin skiptust á að hafa forystuna í nítján skipti. Atkvæðamestur fyrir Celtics í leiknum var Jayson Tatum með 34 stig og 8 fráköst. Fyrir Raptors var það OG Anunoby sem dróg vagninn með 20 stigum og 7 fráköstum.

Það helsta úr leik Celtics og Raptors:

Þá lögðu Denver Nuggets lið Utah Jazz í oddaleik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturstrandarinnar, 80-78. Nuggets menn með tögl og haldir lungann úr leiknum, þar sem að forysta þeirra fór mest í 19 stig. Jazz unnu það þó niður og undir lokin var leikurinn nokkuð spennandi. Atkvæðamestur fyrir Nuggets í leiknum var Nikola Jokic með 30 stig og 14 fráköst á meðan að fyrir Jazz var það Rudy Gobert sem skilaði 19 stigum og 18 fráköstum.

Það helsta úr leik Jazz og Nuggets:

Úrslit næturinnar

Boston Celtics 102 – 99 Toronto Raptors

Celtics leiða einvígið 2-0

Utah Jazz 78 – 80 Denver Nuggets

Nuggets fara áfram í næstu umferð 4-3