Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt.

Í fyrri leik kvöldsins unnu Miami Heat lið Milwaukee Bucks, 115-104. Leikurinn sá fyrsti í einvígi liðanna í annarri umferð liðanna og Heat því komnir í 1-0 forystu. Atkvæðamestur fyrir Heat í leiknum var Jimmy Butler með 40 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Fyrir Bucks var það Khris Middleton sem dróg vagninn með 28 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Heat og Bucks:

Í seinni leik kvöldsins tryggði Oklahoma City Thunder sér oddaleik í einvígi sínu gegn Houston Rockets. Voru það Chris Paul og Danilo Gallinari sem tryggðu Thunder sigur af vítalínunni í lokin. Atkvæðamestur fyrir Thunder í leiknum var Chris Paul með 28 stig og 7 fráköst á meðan að fyrir Rockets var það James Harden sem dróg vagninn með 32 stigum, 8 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Rockets og Thunder:

Úrslit næturinnar

Miami Heat 115 – 104 Milwaukee Bucks

Heat leiða einvígið 1-0

Houston Rockets 100 – 104 Oklahoma City Thunder

Einvígið er jafnt 3-3