Þór Akureyri hefur samið við Hlyn Freyr Einarsson og Ragnar Ágústsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla. Báðir eru leikmennirnir úr yngri flokka starfi Tindastóls.

Hlynur Freyr er 23 ára gamall framherji sem er fyrst að koma til liðsins núna. Ragnar 19 ára, en var einnig með liðinu síðan í drengjaflokk og hefur því bæði leikið með liðinu í 1.deildinni, sem og Dominos á síðasta tímabili.

F.v: John Cariglia stjórnarmaður, Hlynur Freyr Einarsson, Ragnar Ágústsson og Einar Örn Aðalsteinsson stjórnarmaður.