Landsliðskonan og leikmaður Vals Hildur Björg Kjartansdóttir mun líklega verða frá keppni vegna meiðsla næstu 3-4 vikunnar sem hún varð fyrir á hönd á æfingu. Staðfesti þjálfari liðsins Ólafur Jónas Sigurðsson þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Samkvæmt fregnum mun Hildur Björg vera með lítið brot í þumal hægri handar og því vera komin í gips. Ekki er vitað nákvæmlega hversu langan tíma hún mun þurfa til þess að jafna sig, en læknar telja það verða 3-4 vikur. Höndin verður þó mynduð aftur eftir viku og félagið mun þá vita meira.