Helgi Már Magnússon hefur á nýjan leik samið við KR. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld.

Helgi, sem er 38 ára gamall, hefur leikið með KR frá árinu 2002, fyrir utan nokkur tímabil í bandaríska háskólaboltanum og atvinnumennsku. Í 21 leik með KR á síðasta tímabili skilaði Helgi 8 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Þá gekk félagið einnig frá tveggja ára samningum við þá Eyjólf Ásberg Halldórsson og Þorvald Orra Árnason og eins árs samningum við Jakob Örn Sigurðarson og Veigar Áka Hlynsson.