Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í gær og í nótt.

Í fyrri leik kvöldsins lögðu Miami Heat topplið Milwaukee Bucks í annað skiptið í einvígi liðanna í annarri umferð Austurstrandarinnar, 116-114. Þrátt fyrir aðeins tveggja stiga sigur, þá leiddu Heat lungann úr leiknum þar sem að forskot þeirra fór mest í 13 stig í öðrum og þriðja leikhlutanum. Slóveninn Goran Dragic atkvæðamestur þeirra í leiknum með 25 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Bucks var það Giannis Antetokounmpo sem dróg vagninn með 29 stigum og 14 fráköstum.

Það helsta úr leik Heat og Bucks:

Í seinni leik kvöldsins unnu Houston Rockets sjöunda leik einvígis síns gegn Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturstrandarinnar, 104-102. Rockets fara þá áfram og mæta Los Angeles Lakers í annarri umferð. Robert Covington atkvæðamestur fyrir Rockets í leiknum með 21 stig og 10 fráköst. Fyrir Thunder var það Chris Paul sem skilaði þrefaldri tvennu, 19 stigum, 11 fráköstum og 12 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Thunder og Rockets:

Úrslit næturinnar

Miami Heat 116 – 114 Milwaukee Bucks

Heat leiða einvígið 2-0

Oklahoma City Thunder 102 – 104 Houston Rockets

Rockets fara áfram í næstu umferð 4-3