Tveir leikir fóru fram í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í gærkvöld og í nótt.

Í fyrri leik kvöldsins lögðu Miami Heat lið Milwaukee Bucks, 1115-100. Leikurinn sá þriðji sem að Heat vinna í röð í einvíginu og eru þeir því aðeins einum sigurleik frá því að sópa verðandi verðmætasta leikmanni deildarinnar Giannis Antetokounmpo og toppliði Bucks út úr keppninni.

Atkvæðamestur fyrir Heat í leiknum var Jimmy Butler með 30 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar á meðan að fyrir Bucks var það Giannis sem dróg vagninn með 21 stigi, 16 fráköstum og 9 stoðsendingum.

Næsti leikur liðanna er á sunnudagskvöld. Áhugavert verður að sjá hvort að NBA deildin flýtir fyrir afhendingu verðlaunaafhendingu verðmætasta leikmanns fyrir leikinn, sem Giannis er talinn næsta öruggur um að fá.

Það helsta úr leik Heat og Bucks:

Úrslit næturinnar

Miami Heat 115 – 100 Milwaukee Bucks

Heat leið einvígið 3-0

Houston Rockets 112 – 97 Los Angeles Lakers

Rockets leiða einvígið 1-0