Hukur Helgi Pálsson og félagar hans í Andorra lögðu Barcelona fyrr í kvöld í úrslitum Katalóníukeppninnar, 85-84. Mun þetta vera í annað skiptið sem að Andorra vinnur titilinn.

Atkvæðamestur fyrir Andorra í leiknum var Jeremy Senglin með 18 stig á meðan að fyrir Barcelona var það Nikola Mirotic sem dróg vagninn með 28 stigum. Haukur Helgi spilaði þó nokkuð í leik kvöldsins og skilaði þremur stigum.

Hér eru æsispennandi lokamínútur leiksins: