Landsliðsframherjinn Haukur Helgi Pálssin verður frá keppni með liði sínu Morabanc Andorra næstu fimm vikurnar. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt fregnum mun Haukur hafa rifið vöðva í læri í leik gegn Unicaja Malaga á dögunum, en fyrir það hafði hann skorað 13 stig í leiknum. Eftir fyrstu þrjár umferðirnar voru Andorra með einn sigur og tvö töp.