Haukur Helgi Pálsson og lið hans Morabanc Andorra töpuðu með 3 stigum fyrir Unicaja Málaga fyrr í dag í spænsku ACB deildinni, 81-78.

Haukur átti fínan leik í liði Andorra, skilaði 13 stigum og 5 stoðsendingum á aðeins 17 mínútum spiluðum.

Eftir fyrstu þrjár umferðirnar hefur Andorra aðeins náð að vinna einn leik, en þeir unnu lið Murcia í fyrstu umferð mótsins.