Haukur Óskarsson verður ekki með Haukum þegar nýtt tímabil í Dominos deildinni hefst næstu mánaðarmót. Hann hefur ákveðið að taka sér frí frá körfuknattleiksiðkunn um óákveðin tíma. Ástæðan mun vera vegna anna í starfi. Haukar greina frá þessu fyrr í dag, í tilkynningu þeirra segir.

Haukur hefur spilað óslitið með Haukaliðinu síðan árið 2007 og verið einn af máttarstólpum liðsins síðan þá.

Aðspurður sagði Haukur ástæðuna fyrir því að hann hefur ekki leik vera sú að hann fékk tækifæri á að taka þátt í stækkun á fjölskyldufyrirtæki sem hafi tekið meiri tíma en hann grunaði.

„Mér gafst tækifæri til stækka rekstur á fjölskyldufyrirtæki sem ég hef tekið þátt í síðustu 4 árin og sá pakki er stærri og tímafrekari en mig grunaði. Ég tók því þá erfiðu ákvörðun í sameiningu við Hauka að vera á hliðarlínunni þar til reksturinn er kominn betur af stað. Ég stefni á að byrja aftur þegar ég get gefið mig 100% í boltann og hlakka mikið til.“