Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson fór af stað með liði sínu Siauliai í efstu deild í Litháen um helgina, en hann gekk til liðs við þá nú í sumar eftir stórkostlegt tímabil með Boras í Svíþjóð á því síðasta.

Elvar og félagar fengu nokkuð erfitt verkefni í þessum fyrsta leik, en þar mættu þeir stórliði Zalgiris. Tapaði Siauliai leiknum nokkuð örugglega, 89-56.

Á 24 mínútum spiluðum í frumrauninni skilaði Elvar 9 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum.