Þjálfari LA Clippers Doc Rivers hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu, tveimur árum áður en samningur hans átti að renna út.

Rivers hefur stjórnað Clippers síðustu sjö ár, en á þeim hefur hann farið með liðið í úrslitakeppni NBA deildarinnar í sex. Þá er einnig hægt að færa rök fyrir því að hann hafi gert vel í að stýra félaginu í gegnum mikinn ólgusjó sem fylgdi fyrrum eiganda liðsins Donald Sterling, þá bæði sem þjálfari og framkvæmdarstjóri liðsins.

Stjörnur Lob City liðs LA Clippers 2011-17

Árangurinn á vellinum þessi sjö ár þó líklega talinn neitt sérstaklega góður. Þar sem að oftar en ekki voru lið hans talin mistakast það að fara jafn langt og gæðin gáfu tilefni til. Nú síðast þegar að lið hans var slegið út á dögunum í annarri umferð Vesturstrandarinnar af Denver Nuggets eftir að hafa leitt einvígið 3-1 og því mistekist að ná í einn sigur í síðustu þremur leikjunum.

Rivers hefur í eitt skipti unnið meistaratitil NBA deildarinnar. Það var árið 2008 þegar hann stýrði liði Boston Celtics, en sá titill er sá eini sem að liðið hefur unnið síðustu 34 ár.

Samkvæmt heimildum höfðu tvö lið, Philadelphia 76ers og New Orleans Pelicans samband við Rivers fljótlega eftir að fregnir um brotthvarf hans frá Clippers bárust, en ekkert hefur verið gefið út á þessari stundu með hvort eða hvar hann mun þjálfa næst.