Framherjinn Danero Thomas hefur á nýjan leik samið við Dominos deildarlið ÍR og mun því leika með þeim á komandi tímabili. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld.

Danero kom fyrst til Íslands fyrir tímabilið 2013-14 og hefur síðan leikið með KR, Hamri, Fjölni, Val, Þór Akureyri, Tindastól og ÍR. Þá er hann einnig með íslenskan ríkisborgararétt og hefur tekið þátt í verkefnum landsliðsins.

Í 15 leikjum með ÍR á síðasta tímabili skilaði hann 12 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.