Breiðabliksstúlkur tóku á móti deildarmeisturum Vals í fyrstu umferð Dominos deildar kvenna í kvöld. Breytingar urðu á þjálfarateymi Vals nú í sumar er Darri Freyr Atlason hætti með liðið og Ólafur Jónas Sigurðsson tók við því. Ólafur kemur frá ÍR en hann hefur þjálfað meistaraflokk kvenna þar síðustu ár. Litlar breytingar urðu á liði Blika, en þær styrktu sig þó aðeins á milli tímabila með því að fá Sóllilju Bjarnadóttir aftur heim frá KR, þar sem hún lék á síðustu leiktíð.

Gangur leiks

Leikurinn var mjög jafn fyrstu mínúturnar. Bæði lið voru að tapa boltum og klúðra opnum skotum, mikið af tæknifeilum, en staðan eftir fyrsta leikhluta 17-13, Breiðablik í vil. Blikar gerðu svo áhlaup í byrjun annars, þegar þær sem hófst með tveimur þristum. Valsstúlkur náðu þó að klóra í bakkann í lok fyrri hálfleiks, staðan 37-36 þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

Seinni hálfleikur fór hægt af stað en Blikastúlkur voru þó alltaf hálfu skrefi á undan. Staðan þegar 10 mínútur voru eftir 53-52 fyrir heimastelpum. Leikurðin æsispennandi á lokakaflanum, en í stöðunnni 67-67 með 30 sekúndur eftir af leiknum fór Ísabella Ósk á gjafalínuna og hitti úr tveimur vítum, kom heimakonum í 69-67, þeirri forystu sigldu þær svo nokkuð örugglega í höfn. Lokastaðan 71-67 fyrir Blika.

Atkvæðamestar

Sigahæst hjá Blikum voru þær Jessie Coera með 25 og Þórdís Jóna Karlsdóttir með 13 stig. Hjá Val voru þær Hildur Björg Kjartansdóttir með 16 stig og Guðbjörg með 13 stig.

Lykillinn

Vörn heimastúlkna var það sem reið baggamuninn í kvöld, en þær náðu að loka á deildarmeistarana nánast allan leikinn.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun, viðtöl / Viktor Rivin

Myndir / Bjarni Antonsson