Véfréttin henti í tvískiptan þátt af Boltinn Lýgur Ekki í vikunni. 

Í Fyrri hlutanum mætir Steinar Aronsson og fjallaði ásamt Véfréttinni um Dominosdeildina, nýtt og meira drama í Vesturbænum, luralega Tindastóla og áhyggjur af grænu liðunum. Spáðum líka í spilin fyrir fyrstu umferð deildarinnar. 

Í Síðari hlutanum fékk Véfréttin Hörð Unnsteinsson til þess að fara yfir sviðið í NBA deildinni. Bæði í seríunum sem eru að klárast, möguleg úrslit og þvíumlíkt. 

En einnig stóru myndina hvað varðar legasíið hjá Kawhi Leonard, hversu góður 2nd banana Anthony Davis sé, hvernig Boston ætli að bæta liðið sitt og Hvað menn í Houston ætla að gera eftir Mike D’Antoni. 

Þá tækluðu þeir verðlaunaafhendingar ársins sem og skoðuðu fréttir liðinnar viku.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.