Miami Heat unnu Boston Celtics með 12 stigum, 125-113, í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurstandar NBA deildarinnar. Með sigrinum kláruðu Heat einvígið 4-2 og munu því fara í úrslit NBA deildarinnar gegn Losa Angeles Lakers.

Miami Heat byrjuðu leik næturinnar eilítið betur en Boston Celtics. Leiddu með 6 stigum eftir fyrsta leikhluta, 33-27. Undir lok fyrri hálfleiksins gerðu Celtics svo vel í að halda leiknum jöfnum, munurinn aðeins 2 stig þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 62-60.

Í upphafi seinni hálfleiksins var leikurinn svo áfram jafn og spennandi. Sami munur og var á liðunum í hálfleik var á milli þeirra eftir þrjá leikhluta, 88-86. Í þeim fjórða náðu Heat svo loksins að slíta sig almennilega frá Celtics og unnu að lokum með 12 stigum, 125-113.

Atkvæðamestur fyrir Heat í leiknum var Bam Adebayo með 32 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Fyrir Heat var það Jayson Tatum sem dróg vagninn með 24 stigum, 7 fráköstum og 11 stoðsendingum.

Fyrsti leikur Heat og Lakers mun fara fram aðfaranótt komandi fimmtudags kl. 01:00.

Tölfræði leiks