Eftir að hafa unnið sinn fyrsta leik í 11 ár í fyrstu deild kvenna þann 18. síðastliðinn gegn Þór/Hamri, er lið Ármanns í fyrstu deild kvenna nú komið í sóttkví vegna Covid-19 smits innan liðsins samkvæmt heimildum Körfunnar.

Verður því einhver bið eftir öðrum siguleik liðsins, þar sem að öðrum leik þeirra í deildinni gegn Stjörnunni mun hafa verið frestað, en hann átti að fara fram komandi laugardag kl. 16:30. Þá hefur næsti leikur þeirra á skipulagi gegn Njarðvík einnig verið tekinn af.

Ekki er ljóst á þessari stundu þangað til hvenær leikjunum verður frestað, en samkvæmt dagatali eiga þær næst leik gegn ÍR 10. október í Hellinum í Breiðholti.