Stjarnan hefur samið við hinn sænska Alexander Lindqvist um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla.

Lindqvist er 205 cm, 29 ára gamall framherji sem kemur til liðsins frá Spáni, en tímabilið á undan lék hann með Södertalje Kings í heimalandinu þar sem hann varð sænskur meistari. Þá hefur hann einnig leikið 54 landsleiki fyrir Svíþjóð, þar sem hann hefur verið fyrirliði.

Brot af meistaratímabilinu 2018-2019 hjá honum fyrir Kings:

#SkíniStjarnan