Nú þegar aðeins eru nokkrir dagar í að leikar fari af stað í fyrstu deild kvenna eru liðin í óða önn að undirbúa sig fyrir átök komandi veturs. Eitt af því sem þau eru að gera er að spila æfingaleiki, en í kvöld mættust Stjarnan og ÍR í MGH í Garðabæ.

Er þetta í annað skiptið með nokkurra daga millibili sem liðin mætast, en síðast ÍR Stjörnuna með 12 stigum í Hellinum í Breiðholti.

Allt annað var uppi á teningnum í kvöld þegar að Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann með 19 stigum, 78-59, í leik sem að varldrei neitt sérstaklega jafn eða spennandi. Stjarnan var með nokkuð gott forskot frá fyrstu mínútum leiksins og allt til enda.

Atkvæðamestar í liði Stjörnunnar voru Rebekka með 16 stig, Jana með 13 og Alexandra 11. Fyrir ÍR voru Kristín og Elísabet með 12 stig hvor.

Leiktíð beggja liða fer svo af stað þann 26. næstkomandi. Stjarnan tekur á móti Ármann og ÍR fær Grindavík í heimsókn.