Nú þegar aðeins eru nokkrar vikur í að leikar fari af stað í Dominos deild karla eru liðin í óða önn að undirbúa sig fyrir átök komandi veturs. Eitt af því sem þau eru að gera er að spila æfingaleiki, en í kvöld lagði Njarðvík nýliða Hattar í Dominos deildinni í einum slíkum í Njarðtaks-Gryfjunni, 77-65.

Atkvæðamestir fyrir Njarðvík í leiknum voru Rodney Glasgow með 15 stig og Johannes Dolven með 12. Fyrir Hött voru David Guardia Ramos með 14 stig og Shavar Newkirk með 11.

Myndasafn