Nú þegar aðeins eru nokkrir dagar í að leikar fari af stað í Dominos deild kvenna eru liðin í óða önn að undirbúa sig fyrir átök komandi veturs. Eitt af því sem þau eru að gera er að spila æfingaleiki, en tveir slíkir fóru fram í kvöld.

Í Smáranum hafði Keflavík betur gegn heimakonum í Breiðablik með 78 stigum gegn 54. Bæði liðin fara af stað þann 23. næstkomandi, hvort á sínum heimavelli, Keflvík tekur á móti KR og Breiðablik fær deildarmeistara Vals í heimsókn.

Myndsafn úr Smáranum

Þá tók fyrstu deildar lið Njarðvíkur á móti Dominos deildar liði Hauka í Njarðtaks-Gryjunni. Höfðu Haukar nokkuð öruggan sigur þar, 54-74. Haukar hefja tímabil sitt í Dominos deildinni þann 23. næstkomandi heima gegn Skallagrím. Tímabil Njarðvíkur í fyrstu deildinni fer af stað þremur dögum seinna, 26. september, heima gegn liði Fjölnis B.

Myndasafn úr Gryfjunni