Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í gærkvöldi og í nótt. Nú þegar aðeins einn leikdagur er eftir af deildarkeppni deildarinnar er því ljóst hvaða 8 lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni Austurstrandarinnar. Í Vesturströndinni er einnig ljóst hvaða 7 lið verða í úrslitakeppninni og hvaða 2 lið munu leika um áttunda og síðasta sætið.

Mikil spenna var fyrir leiki næturinnar. Í heildina voru það fjögur lið sem að gátu tryggt sér 8. og 9. sæti Vesturstrandarinnar og þar með, koma sér í umspil um síðasta sæti úrslitakeppninnar. Fór svo að Memphis Grizzlies og Portland Trail Blazers tryggðu sér sæti í umspilinu. Grizzlies með nokkuð öruggum sigri á Milwaukee Bucks, en Trail Blazers með eins stigs sigri á Brooklyn Nets.

Það helsta úr leik Trail Blazers og Nets:

Úrslit næturinnar

Washington Wizards 96 – 90 Boston Celtics

Sacramento Kings 136 – 122 Los Angeles Lakers

Milwaukee Bucks 106 – 119 Memphis Grizzlies

Dallas Mavericks 102 – 128 Phoenix Suns

San Antonio Spurs 112 – 118 Utah Jazz

Portland Trail Blazers 134 – 133 Brooklyn Nets

New Orleans Pelicans 127 – 133 Orlando Magic

Staðan í deildinni