Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í gærkvöld og í nótt.

Nokkuð var um óvænt úrslit í leikjum næturinnar. Þar sem að meðal annars Brooklyn Nets gerðu sér lítið fyrir og unnu topplið austurstrandarinnar Milwaukee Bucks. Þá vann lið Phoenix Suns eitt besta lið vesturstrandarinnar, LA Clippers, með þessari fallegu flautukörfu ungstirnissins Devin Booker.

Úrslit næturinnar

Brooklyn Nets 119 – 116 Milwaukee Bucks

Dallas Mavericks 114 – 110 Sacramento Kings

Phoenix Suns 117 – 115 LA Clippers

Orlando Magic 109 – 120 Indiana Pacers

Boston Celtics 106 – 112 Miami Heat

Houston Rockets 102 – 110 Portland Trail Blazers

Staðan í deildinni