Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í gærkvöldi og í nótt.

Eftir nóttina er aðeins einn leikdagur eftir af keppni í deildinni áður en að farið verður í úrslitakeppni og því eru línur að mestu farnar að skýrast.

Nokkur spenna var í leikjum næturinnar, þó engin lík og í viðureign Miami Heat gegn Oklahoma City Thunder. Var það að lokum þriggja stiga karfa miðherja City Thunder Mike Muscala þegar 5 sekúndur voru eftir sem skildi liðin að í stöðunni 115-116. Tilraun Tyler Herro fyrir Heat á lokasekúndum leiksins klikkaði og fór svo að City Thunder sigruðu með þessu eina stigi. Atkvæðamestur fyrir þá í leiknum var Darius Bazley með 21 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Heat var það Herro sem dróg vagninn með 30 stigum og 6 fráköstum.

Með sigrinum er nú öruggt að Thunder fara í 4/5 baráttu við Houston Rockets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Einnig er nú ljóst að vegna samninga um valrétti varð þessi karfa Muscala valdur þess að Philadelphia 76ers fá fyrstu umferðar valrétt þeirra í nýliðavalinu 2020.

Það helsta úr leiknum

Úrslit næturinnar:

Indiana Pacers 108 – 104 Houston Rockets

Toronto Raptors 125 – 121 Philadelphia 76ers

Miami Heat 115 – 116 Oklahoma City Thunder

LA Clippers 124 – 111 Denver Nuggets

Staðan í deildinni