Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í gærkvöldi og í nótt.

Meistarar Toronto Raptors komust með sigri í nokkuð vænlega stöðu í einvígi sínu gegn Brooklyn Nets, 3-0 og þurfa nú aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sig áfram í næstu umferð. Þar mun liðið að öllum líkindum mæta lið Boston Celtics, en Celtics eru einnig komnir í þægilega 3-0 stöðu í sínu einvígi gegn Philadelphia 76ers.

Það helsta úr leik Raptors og Nets:

Úrslit næturinnar

Toronto Raptors 117 – 92 Brooklyn Nets

Raptors leiða 3-0

Denver Nuggets 87 – 124 Utah Jazz

Jazz leiða 2-1

Boston Celtics 102 – 94 Philadelphia 76ers

Celtics leiða 3-0

LA Clippers 130 – 122 Dallas Mavericks

Clippers leiða 2-1