Fimm leikir fóru fram í NB deildinni í gærkvöldi og í nótt.

Flestir voru leikir næturinnar nokkuð skemmtilegir og spennandi. Líklega enginn þó eins og tvíframlengdur naglbítur Utah Jazz gegn Denver Nuggets. Líkt og tölurnar gefa til kynna var þar um mikinn spennuleik að ræða, þar sem að ekki mikið mátti útaf bregða fyrir bæði lið. Stjörnuleikmenn beggja liða báðir, Donovan Mitchell (Jazz) & Nikola Jokic (Nuggets), stórkostlegir í lok venjulegs leiktíma og framlenginga. Atkvæðamestir hvor fyrir sitt lið, Jokic með 30 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar á meðan að Mitchell skilaði 35 stigum, 6 fráköstum og 8 stoðsendingum.

Það helsta úr leiknum

Úrslit næturinnar

Los Angeles Lakers 111 – 116 Indiana Pacers

LA Clippers 122 – 117 Portland Trail Blazers (2OT)

Utah Jazz 132 – 134 Denver Nuggets

Phoenix Suns 119 – 112 Miami Heat

Milwaukee Bucks 132 – 136 Dallas Mavericks

Staðan í deildinni