Portland Trail Blazers tryggðu sér rétt í þessu sæti í 8 liða úrslitum Vesturstrandarinnar með góðum 4 stiga sigri á Memphis Grizzlies, 122-126.

Líkt og tölurnar gefaa til kynna var leikurinn nokkuð spennandi. Liðin skiptust á að hafa forystuna, allt þangað til að um tvær mínútur voru eftir af leiknum og Trail Blazers náðu að slíta sig frá. Grizzlies reyndu hvað þeir gátu til þess að loka bilinu á lokamínútunum, en allt kom fyrir ekki.

Trail Blazers munu mæta toppliði Vesturstrandarinnar, Los Angeles Lakers, komandi þriðjudag í fyrsta leik 8 liða úrslitanna.

Atkvæðamestur fyrir Trail Blazers í leiknum var Damian Lillard með 31 stig og 10 stoðsendingar. Fyrir Grizzlies var það Ja Morant sem dróg vagninn með 35 stigum og 8 stoðsendingum.

Tölfræði leiks