NBA deildin hófst aftur á dögunum á lokuðu svæði Disney í Flórída. 22 lið eru þar samankomin til þess að leika 8 leiki hvert til þess að loka deildarkeppninni, en síðan munu 8 lið úr hvorri deild halda áfram í úrslitakeppnina.

Um fjögurra mánaða pása hefur verið vegna Covid-19 og koma liðin og leikmenn þeirra því misvel inn í þetta nýja mót. Hér fyrir neðan er listi yfir þá leikmenn sem hafa farið hvað best af stað með tilliti til þess að setja stig á töfluna.

Sjö leikmenn hafa skorað 30 stig eða fleiri að meðaltali í leik í þessu nýja móti, en enginn hefur skorað meira en leikmaður Indiana Pacers, T.J. Warren, sem er með 39.7 stig að meðaltali í leik.

Hér fyrir neðan má sjá listann í heild: