Úrslitakeppni NBA deildarinnar fer af stað á morgun með þremur leikjum. Denver Nuggets mæta Utah Jazz, meistarar Toronto Raptors liði Brooklyn Nets, Boston Celtics liði Philadelphia 76ers og LA Clippers liði Dallas Mavericks.

Munu seinni fjögur einvígin svo fara af stað koll af kolli á þriðjudaginn fram á aðfaranótt miðvikudags, þegar að síðasta viðureignin fer í gang á milli Los Angeles Lakers og Portland Trail Blazers.

Nokkuð greinagóð yfirferð er fyrir hvert einvígi fyrir sig í nýjasta þætti Boltinn Lýgur Ekki hér, þá er Karfan einnig með tippleik í samstarfi við Miðherja sem nálgast má hér.

Hér fyrir neðan er að finna einvígi fyrstu umferðar hvorrar deildar NBA fyrir sig.

Viðureignir fyrstu umferðar úrslitakeppni Austurstrandarinnar

(1) Milwaukee Bucks vs. (8) Orlando Magic

(4) Indiana Pacers vs. (5) Miami Heat

(3) Boston Celtics vs. (6) Philadelphia 76ers

(2) Toronto Raptors vs. (7) Brooklyn Nets

Viðureignir fyrstu umferðar úrslitakeppni Vesturstrandarinnar

(1) Los Angeles Lakers vs. (8) Portland Trail Blazers

(4) Houston Rockets vs. (5) Oklahoma City Thunder

(3) Denver Nuggets vs. (6) Utah Jazz

(2) LA Clippers vs. (7) Dallas Mavericks