Nú eru línur farnar að skýrast með hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturstrandar NBA deildarinnar. Mikil spenna var í leikjum gærdagsins og í nótt, en fyrir þá gátu fjögur lið tryggt sér sæti í umspili um 8. sæti deildarinnar, Memphis Grizzlies, Portland Trail Blazers, Phoenix Suns og San Antonio Spurs.

Fór svo að bæði Grizzlies og Trail Blazers unnu sína leiki og munu því um helgina leika um hvort þeirra fær 8. sætið.

Þegar aðeins einn leikur er eftir af deildarkeppninni er líklegt að þessi lið mætist í fyrstu umferðinni, sem fer af stað eftir helgina.

Viðureignir fyrstu umferðar úrslitakeppni Vesturstrandarinnar

(1) Los Angeles Lakers vs. (8) Memphis Grizzlies/Portland Trail Blazers*

(4) Oklahoma City Thunder vs. (5) Houston Rockets

(3) Denver Nuggets vs. (6) Utah Jazz

(2) LA Clippers vs. (7) Dallas Mavericks

*Liðin leika upp á sætið um helgina