Ljóst er nú hvaða lið það eru sem mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurstrandar NBA deildarinnar. Munu það vera nákvæmlega sömu viðureignir og voru í kortunum þegar að deildinni var frestað í mars síðastliðnum.

Eftir sigur Indiana Pacers á Houston Rockets í nótt varð það öruggt að Pacers munu mæta Miami Heat í fyrstu umferðinni.

Viðureignir fyrstu umferðar úrslitakeppni Austurstrandarinnar

(1) Milwaukee Bucks vs. (8) Orlando Magic

(4) Miami Heat vs. (5) Indiana Pacers*

(3) Boston Celtics vs. (6) Philadelphia 76ers

(2) Toronto Raptors vs. (7) Brooklyn Nets

*Indiana gætu farið uppfyrir Miami í 4. sætið, en munu þrátt fyrir það mæta þeim í fyrstu umferð