Nýliðar Fjölnis hafa samið við framherjann Stefaníu Ósk Ólafsdóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild kvenna.

Stefanía, sem er að upplagi úr Haukum í Hafnarfirði, lék 20 leiki á venslasamning með liði Fjölnis sem vann 1. deildina á síðasta tímbili, en hefur núna alfarið skipt yfir. Á tæpum 19 mínútum spiluðum í leik á síðasta tímabili skilaði hún 7 stigum, 4 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta að meðaltali í leik.