Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikmaður nýliða Hattar í Dominos deildinni hefur hafið mál gegn fyrrum félagi sínu ÍR vegna vangoldinna launa. Staðfestir lögfræðingur leikmannsins þetta í samtali við RÚV.

Samkvæmt Skúla Sveinssyni, lögfræðing Sigurðar, er um að ræða greiðslur til hans vegna tveggja ára leikmannasamnings sem hann gerði við félagið fyrir þarsíðasta tímabil. Eru aðilar ekki á eitt sáttir hvort að Sigurður hafi efnt sinn enda samningsins, en hann sleit krossband í upphafi tímabilsins og gat því ekki tekið þátt í æfingum eða leikjum.