Haukar hafa samið við Shane Osayande um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla.

Osayande er 27 ára gamall, 200cm, framherji frá Kanada sem hefur leikið í LEB Silver deildinni á Spáni síðustu ár, en hann kláraði Saskatchewan háskólann í Bandaríkjunum árið 2017. Þá hefur hann einnig leikið í heimalandinu Kanada og í Kólumbíu.

Áður hafði einnig verið staðfest að Haukar hefðu samið við bakvörðinn Hansel Atencia fyrir næsta tímabil.