Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir hefur á nýjan leik samið við Leicester Riders í efstu deild í Bretlandi og mun hún leika með liðinu á komandi tímabili.

Sara kom til liðsins síðasta sumar og átti stórgott tímabil með liðinu. Skilaði hún 17 stigum og 6 fráköstum að meðaltali í leik. Einn besti leikur hennar var þegar að liðið vann bikarmeistaratitilinn. Skilaði hún 23 stigum og 7 fráköstum í leiknum og fékk viðurkenningu sem besti leikmaður úrslitanna í kjölfarið.

Í samtali við vefmiðil Riders segist Sara vera orðin óþreyjufull að komast aftur af stað og að hún haldi að liðið nái aftur góðum dampi þegar að tímabilið fer aftur af stað.