Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í gærkvöldi og í nótt.

Tveir leikjanna voru í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Í þeim fyrri lögðu LA Clippers lið Dallas Mavericks í fjórða skiptið og fara því áfram í næstu umferð. Þar munu þeir mæta annaðhvort Denver Nuggets eða Utah Jazz, sem eftir nóttina þurfa að leika oddaleik á þriðjudaginn, um hvort liðið fer áfram.

Það helsta úr leik Nuggets og Jazz:

Leikir næturinnar

Boston Celtics 112 – 94 Toronto Raptors

Celtics leiða einvígið 1-0

LA Clippers 111 – 97 Dallas Mavericks

Mavericks áfram í aðra umferð 4-2

Denver Nuggets 119 – 107 Utah Jazz

Einvígið er jafnt 3-3